Vikuhátíð á öskudegi

6. mar. 2019

hefð er fyrir þvi að kennarar á yngar og miðstigi haldi vikuhátíðina sína á öskudegi og þeirri hefð var haldið í dag þegar nemendur og starfsfólk komu saman úti í Sindrabæ. Dagskráin að þessu sinni byggðist upp á hæfileikakeppni þar sem sýndur var fimleikadans, hljómsveitin Fimman steig á svið, fiðluleikur trúðsins ómaði undir stjórn Elínar Birnu og búkhljóð voru í boði Kristínar.  Auglýsingar vour sungnar og leiknar og hátíðin endaði með því að Kristín spjó eldi undir dúndrandi undirspili Hataranna. Kynnir hátíðarinnar var Ingibjörg Lúcía.