Tröllið sem stal jólunum

13. des. 2019

6. bekkur sýndi leikritið Tröllið sem stal jólunum í leikgerð Ernu Gísladóttur nú í vikunni.  Sýningin var í Sindrabæ og að venju var foreldrum boðið sem er skemmtileg hefð og gaman að sjá hve margir mæta á vikuhátíðirnar. Sýningin innihélt allt sem gott leikrit hefur upp á að bjóða sögumenn, dansara, söng, vonda karlinn, og það góða sem sigrar að lokum. Allir nemendur bekkjarins höfðu hlutverki að gegna bæði sem leikarar og tæknimenn.