Stærðfræði PALS í 2. bekk

5. des. 2018

2. bekkur er á fullu að æfa sig í stærðfræði PALS. Stærðfræði PALS er kennsluaðferð í stærðfræði sem felur í sér félagaþjálfun. PALS kennsluaðferðin hefur verið notuð í íslenskukennslu áður en þetta er í fyrsta sinn í Grunnskóla Hornafjarðar sem PALS aðferðin er notuð í stærðfræðikennslu. Þetta er paravinna þar sem nemendur æfa sig í að leysa dæmi og til þess fara þau í hlutverk þjálfara og leikmanns. Þessi kennsluaðferð festir í sessi hjá nemendum ákveðnar aðgerðir þegar leysa á stærðfræðidæmi. Með endurteknum æfingum og jafningjaþjálfun læra nemendur sjálfstætt og styrkjast um leið meðal annars í stærðfræði og í samskiptum við samnemendur.