Söguhátíð í 4. 5. og 6. bekk.

14. des. 2020

Það hefur verið mikið að gera í 4. 5. og 6. bekk undanfarið en krakkarnir hafa tekið þátt í verkefninu sögur á vegum Krakkarúv og list fyrir alla.

Krakkarnir fengu að velja sér viðfangsefni, stuttmyndagerð, lag og texti, myndasögur, leikritagerð og smásögur. Mikil áhersla var lögð á handritagerð og verður afraksturinn sendur í keppni á Krakkarúv.

Mikill áhugi var á verkefninu og fengu allir að gera myndbönd við sín verkefni sem send voru til foreldra í síðasta föstudagspósti. Þar með var farið skrefi lengra en ætlast var til á krakkaruv og það var frábært að sjá hvað krakkarnir náðu lang.

Vegna covid var ekki hægt að halda árshátíð í skólanum í október en söguhátíðin kemur í hennar stað hjá 4. - 6. bekk og vonandi njóta nemendur og fjölskyldur þeirra vel. Hér með fljóta einungis nokkrar myndir sem teknar voru á meðan á vinnunni stóð.