Skáld í skólum

18. okt. 2019

Í dag fengum við góða heimsókn en þá mættu þau Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari og myndasöguhöfundur og Jónas Reynir Gunnarsson, ljóðskáld og rithöfundur og spjölluðu við nemendur í 7. – 10. bekk. Á hverju hausti býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.