Norðurlandasýning í 6. bekk

17. mar. 2023

Í dag sýndu nemendur 6. bekkjar afrakstur af vinnu sinni um Norðurlöndin. Settir voru upp básar frá
hverju landi fyrir sig þ.e. Grænlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Færeyjum, Finnlandi, Álandseyjum
og Samarnir áttu líka sinn bás. Ýmislegt var frá hverju landi, bæklingar, veggspjöld, hægt var að fara í
spurningaleikinn kahoot og kanna vitneskju sína, sumir bjuggu til spil, danskur legokarl, búið var að
reikna út helgarferð fyrir hjón til Svíþjóðar og margt fleira. Boðið var upp á smakk frá hverju landi og
mátti þar finna danskt smörrebröd, álenskar lummur, finnskan lakkrís, sænskar kjötbollur, norskan
kavíar á kexi, hreindýrapate frá Sömum, grænlenskar pönnukökur og færeyskan harðfisk. Krakkarnir
voru í allan morgun að undirbúa herlegheitin.
Fullt af fólki kom til að skoða sýninguna.