Netöryggi og persónuvernd

25. okt. 2023

Á mánudaginn komu til okkar fulltrúar frá fjölmiðlanefnd. Þau voru með erindi fyrir börn í 4. - 7. bekk, annað erindi fyrir kennara og að lokum var boðið upp á fyrirlestur fyrir foreldra barna í grunnskólanum.  Þarna kom margt fróðlegt fram eins og t.d  hvernig hin ýmsu fyrirtæki (ÖPP) safna upplýsingum um okkur og allt sem við gerum á netinu og selja þessar upplýsingar svo áfram til þriðja aðila. Einnig var fjallað um persónuvernd og þar var lögð áhersla á að taka ekki myndir af fólki, félögum sínum eða hverjum sem er án þess að fá leyfi fyrir því. Sama gildir um hvað við gerum með myndir við þurfum leyfi til að deila þeim til annarra. 

Einnig var rætt um aldurstakmarkanir á samskiptamiðlum og farið yfir hversvegna þær eru.