• árgangur 2009
  • Hádegi á Sjónarskeri
  • Við Svartafoss
  • Hádegi á Sjónarskeri
  • Hádegi á Sjónarskeri
  • Við Svartafoss
  • Vi Selsbæinn
  • Tóftir mældar
  • Vatnamælingar
  • Vatnsmælingar
  • Brúin yfir Morsá
  • Háalda
  • Háalda
  • Vestragil í Bæjarstaðskógi
  • Vestragil í Bæjarstaðskógi
  • Vestragil í Bæjarstaðskógi
  • Bæjarstaðaskógur
  • Vestragil í Bæjarstaðskógi
  • Vestragil í Bæjarstaðaskógi
  • Gengið yfir sandinn
  • Í Bæjarstaðaskógi

Námsferð 6. bekkjar í Öræfi

17. sep. 2020

Dagana 15. og 16. september fóru krakkarnir í 6. bekk í námsferð í Öræfi. Lagt var af stað snemma um morgun og ekið í Hofgarð þar sem farangur var skilinn eftir. Því næst var farið í Skaftafell þar sem Sigrún Sigurgeirsdóttir starfsmaður í Vatnajökulsþjóðgarði tók á móti hópnum við þjónustumiðstöðina.  Þaðan var gengið af stað upp að Svartafossi sem var skoðaður, síðan haldið áfram að Sjónarskeri en þar var stoppað og borðað hádegisnesti. Frá Sjónarskeri var farið yfir heiðina og niður í Morsárdal, yfir göngubrúna og inn í Bæjarstaðaskóg. Þar var gengið að Vestragili og krakkarnir léku sér við að vaða og synda í ánni. Eftir að hafa eitt góðum tíma í skóginum var haldið til baka yfir sandinn og að Lambhaga þar sem rútan beið. Svo var ekið í Hofgarð þar sem allir gistu. Daginn eftir var aftur farið í Skaftafell þar sem nokkur verkefni í náttúrufræði voru unnin. Byrjað var á að ganga upp að Selsbænum, skoða hann og fræðast um líf fólks fyrr á tímum, næst fór fram mæling á tóftum, svo var hæð nokkurra trjáa mæld sem og straumhraði í á og að lokum var farið inn í þjónustumiðstöðina og skoðað fræðsluefni sem þar er að finna. Á heimleiðinn var komið við á Háöldu þar sem sjá má hið risastóra jökulker á jökulöldunni en það varð til í Öræfajökulsgosinu 1727.