• Upp-1
  • Upp-2

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

7. mar. 2024


Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Hafnarkirkju 6. mars og kepptu þar 8 nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar og 4 nemendur frá Djúpavogsskóla. Nemendur lásu texta úr bókinni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason og ljóð að eign vali. Keppnin var hörkuspennandi að vanda og áttu dómarar erfitt með að velja sigurvegara. Fyrstu þrjú sætin fóru til;

1. sæti, Sigurður Arnar Hjálmarsson Grunnskóla Hornafjarðar.

2. sæti, Eyrún Stína Skagalín Guðmundsdóttir Djúpavogsskóla

3. sæti, Sóley Guðmundsdóttir Grunnskóla Hornafjarðar

Kynnir keppninnar var Björg Sveinsdóttir sem var sigurvegari keppninnar í fyrra. Dómnefnd skipuðu þau Snæbjörn Brynjarsson formaður dómnefndar, Halldór Tjörvi Einarsson og Karen Hjartardóttir. Um tónlist sáu nemendur úr Tónskóla Austur – Skaftafellssýslu.

Það er mikil lifsreynsla fyrir börnin að taka þátt í Lokahátíðinni og lesa upp og túlka texta fyrir framan hóp af fólki og segja má að allir þátttakendur séu sigurvegarar á sinn hátt.