Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

10. mar. 2021

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Djúpavogskirkju 10. mars og kepptu þar 9 nemendur frá Grunnskóla Hornafjarðar og 6 nemendur frá Djúpavogsskóla. Keppnin var hörkuspennandi að vanda og áttu dómarar erfitt með að velja sigurvegara. Fyrstu þrjú sætin fóru til;

1. sæti, Fabian Szczepanek Djúpavogsskóla.

2. sæti, Solyana Natalie Felekesdóttir Grunnskóla Hornafjarðar.

3. sæti, Heiðdís Lóa Egilsdóttir Djúpavogsskóla.

Kynnir keppninnar var Elín Ósk Óskarsdóttir sem var sigurvegari keppninnar í fyrra. Hún spilaði auk þess lag á píanó fyrir gesti keppninnar og Vaka Sif Tjörvadóttir spilaði lag á þverflautu. Þær eru báðar nemendur í 8. bekk Grunnskóla Hornafjarðar.

Það er mikil lifsreynsla fyrir börnin að taka þátt í Lokahátíðinni og lesa upp og túlka texta fyrir framan hóp af fólki og segja má að allir þátttakendur séu sigurvegarar á sinn hátt.

Djúpavogsbúar tóku á móti Hornfirðingum með kostum og kjörum. Hópnum var boðið í hádegismat á Hótel Framtíð og síðan dýrindis kaffihlaðborð á kirkjuloftinu að upplestri loknum.