Laus kennslustörf við Grunnskóla Hornafjarðar veturinn 2020-2021

3. apr. 2020

 

 

· Umsjónarkennsla á yngra stigi

· Umsjónarkennsla á miðstigi

· Íþróttakennsla á yngra stigi – afleysingar til eins árs

· Tónmenntakennsla 50% starf

· Leiklistarkennsla 50% starf

· Tölvu- og nýsköpunarkennsla 50% starf

· Náttúrufræðikennsla 50% starf

Auk þess er auglýst eftir námsráðgjafa í hluta- eða fullt starf og þroskaþjálfa sem getur verið með atferlismótun og notað tákn með tali eða táknmál.

 

Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku bæði munnlega og skriflega. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði, sé lausnamiðaður og hafi skipulagshæfileika.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi LS og KÍ eða annarra félaga.

Umsóknum um starf skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 20. apríl n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri í síma 470 8400 – 8995609 - thorgunnur@hornafjordur.is