Kynning á Íslandi í 5.bekk

26. feb. 2021

 

Í dag buðu nemendur í 5.bekk foreldrum sínum á sýningu. Bekkurinn hefur verið að vinna í þemaverkefni um Ísland og landshlutana og héldu kynningu ásamt því að setja upp bása þar sem skoða mátti afrakstur vinnunnar. Þar mátti sjá ýmsar fjölbreyttar útfærslur verkefna t.d. Bæklinga, veggspjöld, landakort, hlaðvarp, kahoot spurningakeppni, borðspil, málverk og margt fleira.