Gunnar Helgason í heimsókn

16. mar. 2018

Í dag kom rithöfundurinn Gunnar Helgason í heimsókn og talaði um bækurnar sínar og bókalestur við nemendur í 3. - 10. bekk. Gunnar las úr tveimur bóka sinna og sýndi" trailerinn" af nýju myndinni sinni. í spjalli sínu við krakkana sagði hann frá því hvernig mamma hans lagði mikið á sig til að fá hann til að lesa og hvað hvað það skiptir miklu máli að rætt sé um bækur við börnin bæði þær sem þau eru að lesa sem og aðrar bækur. Hann talaði einnig um hvaða áhrif Guðrún Hegladóttir hefði haft á áhuga hans á bókum sérstaklega þegar bókin um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna kom út. Nú fara vonandi allir heim, taka sér bók í hönd og svífa á vit ævintýraheima.