Göngum í skólann

Notum virkan ferðamáta

5. sep. 2023


Göngum í skólann átakið hefst 6.september.

Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Átaksverkefnið er orðið að árlegum viðburði í mörgum skólum og býður upp á lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um umferðarreglur, öryggi og umhverfismál.

Eins og undanfarin ár höfum við verið með keppni um gullskóinn og ætlum við að halda því áfram. Því ætlum við að hvetja nemendur til þess að nýta sér virkan ferðamáta í og úr skóla þessa daga. Þó svo við hvetjum til þess alla hina dagana líka. Alls eru þetta 14 skóladagar sem keppnin stendur yfir (6.september til 26.september) og verða úrslit tilkynnt 30.september í íþróttahúsinu.

göngum í skólan mp4