Göngum í skólann

24. ágú. 2021

Við í Grunnskóla Hornafjarðar ætlum að byrja strax að nota virkan ferðamáta í skólann vegna framkvæmda á Hafnarbrautinni og reyna koma í veg fyrir umferðarteppu í kringum skólanna. Verkefninu lýkur síðan formlega þann 6.október. Eftir það viljum við samt sem áður hvetja alla til að nýta sér virkan ferðamáta áfram.

Grunnskóli Hornafjarðar hefur áður tekið þátt í Göngum í skólann þar sem unnið hefur verið með ýmsa þætti sem tengjast umhverfi, umferð og hreyfingu og hefur árangur okkar verið mjög góður. Undirbúningur er vel á veg kominn og eru allir mjög jákvæðir og áhugasamir að taka þátt í verkefninu og standa sig fyrir hönd skólans.

Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Verum endilega opin fyrir þessu og jákvæð og nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.

Linkur á heimasíðu göngum í skólan http://www.gongumiskolann.is/