Göngudagur

26. ágú. 2021

Þá fer að líða að árlegu gönguferð nemenda í 5. – 10. bekk Grunnskólans. Stefnt er að fara mánudaginn 30. ágúst ef veður leyfir.
Í ár verður boðið upp á þrjár gönguleiðir með mismunandi erfiðleika stuðli.

Leiðirnar eru:

- Krossbæjarskarð upp á Ketillaugarfjall og niður í Steinkubotnagil  (Erfiðleikastig 3 skór)

- Krossbæjarskarð og Steinkubotnagil  (Erfiðleikastig 2 skór)

- Meðalfell og Steinkubotanagil  (Erfiðleikastig 1skór)


Hér fyrir neðan kemur listi yfir búnað sem þarf að hafa. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri og vera vel nestaður fyrir daginn. Í lok göngunnar verður boðið upp á grillaðar pylsur.

Búnaður:

- Góðir skór (góðir íþróttaskór eru í lagi).

- Íþróttabuxur/göngubuxur, hlý peysa, vindheldur jakki, húfa, vettlingar. Gott er að vera í stuttbuxum og bol innanundir því oft hitnar manni vel, sérstaklega þegar gengið er upp í móti í góðu veðri en kólnar svo þegar stansað er eða gengið í skugga.

- Gott er að hafa sokka til skiptanna og jafnvel tvo litla nestispoka til að fara í ef skórnir blotna.

- Góðan og léttan bakpoka sem hægt er að setja auka fatnað og nesti í.

- Í lok gönguferðarinnar er gengið fram á hyl sem gaman er að leika sér í svo við mælum með að taka létt handklæði meðferðis.

- Nauðsynlegt er að hafa vatn eða annað drykkjarfang meðferðis ásamt nesti fyrir daginn (leyfilegt er að koma með kex en sælgæti, gos og orkudrykkir eru ekki leyfðir). 

 

Ketillaugarfjall/Skeggey

Úti á Skarðsfirði er Skeggey. Hún dregur nafn af manni einum sem þar lét grafa sig ásamt gulli sínu og hvolfa bát yfir.

Nokkrir menn úr Nesjum ætluðu einhverju sinni að ná þar í skjótfenginn gróða, en um leið og þeir byrjuðu að grafa eftir gullinu sýndist þeim bærinn í Þinganesi standa í björtu báli.

Kona Skeggjahét Ketillaug. Sag er að eftir dauða hans hafi hún horfið upp í fjallið sem síðan ehitir Ketillaugarfjall, með ketil fullan af gulli og lét hún svo ummælt áður en hvarf að þegar búið yrði að vinna Skeggja yrði hún auðfundin. Aðrar sagnir herma að til að finna ketilinn þurfi að ganga aftur á bak og berfættur upp fjallið sem er að miklu leyti brattar skriður.

Ekki mál líta aftur á leiðinni því að þá hverfur ketillinn og allt er unnið fyrir gýg.

https://gonguferdir.is/Nes_gongukort_allt.pdf

Mynd-gongufrett