Gengið á Geitafell

28. ágú. 2020

Í dag var farin hin árlega haustgönguferð 5.-10. bekkinga í grunnskólanum. Að þessu sinni var keyrt inn að Geitafelli og gengið inn Lambasund að Efstafellsgili og þaðan héldu flestir upp á Geitafellið en þaðan er gott útsýni yfir Svínafellsjökul og Efstafellgilið. Leiðin er nokkuð á fótinn og er óhætt að segja að krakkarnir hafi staði sig vel í þessari göngu. Þegar komið var til baka biðu Ingibjörg og Rannveig með grillaðar pylsur og krakkarnir enduðu á að leika sér í ánni í smá stund áður en haldið var heim á leið. Veðrið lék við gönguhópinn, sól og logn.