Félagsvist og snjalltækjalaus dagur

15. des. 2017

Allir nemendur á eldrastigi skólans tóku í spil eftir hádegi í dag en þá var slegið upp stórmóti í félagsvist. Æfingabúðir voru haldnar í nokkrum bekkjum til að kenna krökkunum réttu tökin, enda ekki allir nemendur vanir að taka í venjuleg spil. Spiladagurinn tókst vel og gengu flestir eða kannski allir sáttir frá borði. Það má líka nefna að í dag var snjalltækja laus dagur á eldra stigi grunnskólans í boði nemendafélagsins.