Dagur íslenskrar náttúru - 2. bekkur týnir rusl

15. sep. 2017

Á morgun þann 16. september er Dagur íslenskrar náttúru og því ákvað heimilifræðikennarinn hún Jónína að nýta góða veðrið í dag og fara út með hópinn sinn úr öðrum bekk að týna rusl. Börnin voru mjög áhugasöm og iðin. 

Þau fórum ekki mjög stóran hring en ruslið sem þau týndu upp var mikið. Börnin voru mjög hissa á því hvað það er mikið af rusli í náttúrunni okkar hérna á Höfn og var kennarinn alveg verið sammála þeim. Það komu þrír fullir margnota haldapokar af rusli af þessu litla svæði.

Að lokum ræddu þau hversu gott væri að vera með poka með sér þegar farið er út að labba og týna upp það rusl sem maður finnur. 

Ef allir hjálpast að þá verður bærinn okkar ennþá fallegri en hann nú þegar er.