Bókaklúbbar á bókasafninu

2. jún. 2023

Eftir vetrarfríið þann 20.febrúar var bókasafnið tilbúið með bókaklúbba fyrir krakkana í Hafnarskóla að skrá sig í, hver bókaklúbbur var með sitt eigið bókamerki sem krakkarnir fengu límmiða í eftir hverja lesna bók í klúbbnum. Síðan þá hafa krakkar í Hafnarskóla klárað 102 bókaklúbba. Sem þýðir að lesnar voru 944 bækur á ekki lengri tíma. Ljósaseríuklúbburinn, Fantasíuklúbburinn og Dýraklúbburinn voru vinsælastir. En alls eru sjö klúbbar í gangi og verða vonandi fleiri á næsta ári. Mikill fjöldi nemenda er með bókaklúbb í gangi og hafa tækifæri til að halda áfram með þá næsta haust. Þetta verkefni hefur farið fram úr björtustu vonum og teigir vonandi anga sína í Heppuskóla á komandi vetri.