Barnaþing sveitarfélagsins með nemendum Grunnskóla Hornafjarðar og yngstu nemendum FAS

1. nóv. 2021

Í vikunni nánar tiltekið 3. og 4. nóvember verður barnaþing á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar í tengslum við verkefnið Barnvænt sveitarfélag. Þátttakendur á barnaþingi eru nemendur í  Grunnskóla Hornafjarðar og fyrstu tvö árin í FAS. Sveitarfélagið Hornafjörður stefnir að því að verða Barnvænt sveitarfélag og tryggja þar með öllum börnum í sveitarfélaginu réttindi í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaþingið er þáttur í þeirri vegferð.

Á barnaþingingu fer því fram samtal við börn sem eru fædd 2004 – 2015. Það verður tvískipt, annars vegar í Hafnarskóla á miðvikudag með nemendum í 1.-5. bekk og hins vegar í FAS á fimmtudag með 11- 18 ára nemendum.  Nemendur úr 10 bekk verða málstofustjórar og í flestum árgöngum vinna nemendur í blönduðum hópum.

Á barnaþinginu verður málstofum skipt í fjóar flokka;

1. Skólamál: Kostir, líðan, valdefling og tækifæri til breytinga.

2. Félagslíf og Menning: íþróttir, listir, tómstundir og áhugamál.

3. Forvarnir: Líðan og bætt líðan,fjölbreytileiki, aðgengi að aðstoð og ráðgjöf.

4. Umhverfi og skipulag: Kostir og möguleikar umhverfis og sveitarfélagsins.

Börnin eru uppfull af góðum hugmyndum og við hlökkum til þessa frábæra og uppbyggilega barnaþings með nemendum Grunnskóla Hornafjarðar og FAS.