Árleg heimsókn slökkviliðsins

2. des. 2021

Á miðvikudaginn fékk 3.bekkur skemmtilega heimsókn frá Slökkviliðinu.  Þetta er árlega heimsókn þar sem farið er yfir eldvarnir heimilana. Markmið þessarar heimsóknar er að hvetja til varkárni í umgengni við eld og vekja athygli á eldvarnarbúnaði sem hverju heimili er nauðsynlegur.

Krakkarnir fengu söguna af Loga og Glóð í gjöf ásamt  eldvarnargetraun sem dregið verður út í janúar.