Alþjóðadagur gegn kynjamisrétti og alþjóða Downs-dagurinn

22. mar. 2019

Í gær var var alþjóðadagur gegn kynjamisrétti og af því tilefni söfnuðust nemendur og starfsfólk grunnskólans saman við Hafnarskóla og mynduðu hring, hönd í hönd í kringum skólann.  . Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu til að minnast 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.   

 Yfirskriftin er:  Það er bannað að mismuna vegna útlits eða uppruna  Njótum þess að vera ólík og allskonar  

Í gær var einnig alþjóðlegi D0wns-dagurinn en dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.  það að vera í sitt af hvor tagi af sokkum er orðin táknmynd þessa dags og mættu margir í skólann þannig klæddir.