Allt í klessu í 5. bekk

27. feb. 2018

Krakkarnir í 5. E buðu á vikuhátíð í Sindrabæ í dag.  Þeir sýndu okkur leikritið Allt í klessu þar sem mörg þekkt ævintýri komu við sögu.  Hildur og Kacper leiddu okkur í gegnum ævintýrabók þar sem persónur úr Dýrunum í Hálsaskógi, Kardimonubænum, Karíusi og Baktusi, Rauðhettu, Tarsan, Línu Langsokk, Emil í Kattholti og sögunni af grísunum þremur komu við sögu að ógleymdum Póstinum Páli.  Allir nemendur bekkjarins tóku þátt í sýningunni bæði með leik og söng en leikritið var sett saman af Ernu Gísladóttur.