• Grodursetning2

6. bekkur gróðursetur inn við Drápskletta.

Góður dagur en kaldur!

18. maí 2020

Í næðingi og 4. gráðu hita setti 6. bekkur niður 149 trjáplöntur frá Dilksnesi. Þetta hefur verið gert frá því fyrir aldamót, þannig að við Drápskletta er komin myndarlegur skógur sem hægt er að njóta.

Grunnskóli Hornafjarðar hefur fengið styrki il þessa frá Skógræktarfélagi Austur Skaftafellssýslu, Yrkju sjóðnum og Dilksnesi undanfarin ár til þess að halda úti skógræktinni.

Það er von til þess að skógurinn verði íbúGrodursetning5um og ferðamönnum til yndisauka á komandi árum. Elstu trén eru orðin 3ja til 4ra metra há.

Þetta er liður í náminu okkar á vorin að fara í þessa ferð og í leiðinni fá nemendur fræðslu í Einarslundi um fuglana sem verið er að merkja þar og greina. Náið styrkir einnig vitund nemenda um skógrækt og mikilvægi þess að kolefnisjafna. En með þessari niðursetningu voru kolefnisjafnaðar um það bil 18 4ra klukkutíma flugferðir.Einarslundur1

Grunnskóli Hornafjarðar þakkar Skógræktarfélaginu, Yrkjusjóði og Dilksnesi fyrir stuðninginn á undanförnum árum en einnig Fuglaathugunarstöð Suð Austurlands og Birni Arnarsyni fyrir að taka á móti okkur.

Fleiri stofnanir hafa sett niður tré á þessu svæði.

Meðfylgjandi er loftmynd af því svæði þar sem fyrstu plönturnar voru settar niður. En einnig myndir frá gróðursetningunni í morgun. Loftmynd