Fréttir og tilkynningar

Gjöf frá pólska sendiráðinu - 22. apríl 2025

Pólskir nemendur í skólanum á Höfn fengu skemmtilegan páskaglaðning í ár, þökk sé pólska sendiráðinu í Reykjavík.

Norðurlöndin kynnt í 6. bekk - 10. apríl 2025

Nemendur í 6. bekk hafa síðustu vikurnar unnið með spennandi verkefni um Norðurlöndin. Krakkarnir hafa verið að skoða menningu, sögu, landafræði og samfélag nágrannaþjóða okkar á skapandi og fjölbreyttan hátt. Að loknu verkefninu var boðið upp á glæsilega sýningu þar sem afraksturinn var kynntur fyrir foreldrum og öðrum nemendum skólans.

Barnvænt sveitarfélag, viðurkenning UNICEF - 4. apríl 2025

Í dag hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenningu UNICEF fyrir að vera barnvænt sveitarfélag. Af því tilefni var efnt til hátíðar í íþróttahúsinu þar sem börnin í sveitarfélaginu, bæjarstjórn og stjóri, ungmennaráð og fleiri gestir ásamt fulltrúum UNICEF mættu. Ungmennaráð tók við viðurkenningunni, krakkar úr leikhópi hjá Ágústu Margréti voru með atriði, allir sungu saman og að athöfn lokinni var boðið upp á safa, kleinur og kökur. 

Fréttasafn