Fréttir og tilkynningar

Umhverfisdagur 2025 - 14. maí 2025

Umhverfisdagur grunnskólans var í gær, þriðjudag. Eins og venja er þá er bænum skipt niður á bekkina og nemendur og starfsfólk fara og tína rusl. Nú ætti bærinn að vera orðinn nokkuð hreinn og fínn og vonandi tekst að halda honum þannig.  

Innritun nýnema - 8. maí 2025

Innritun barna sem fædd eru árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2025 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar 12.- 26. maí 2025. 

Orri óstöðvandi og Magga Messi - 30. apríl 2025

Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi grunnskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi. 

Fréttasafn