Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Fréttir og tilkynningar

Umhverfisdagur 2025
Umhverfisdagur grunnskólans var í gær, þriðjudag. Eins og venja er þá er bænum skipt niður á bekkina og nemendur og starfsfólk fara og tína rusl. Nú ætti bærinn að vera orðinn nokkuð hreinn og fínn og vonandi tekst að halda honum þannig.

Innritun nýnema
Innritun barna sem fædd eru árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2025 fer fram í Grunnskóla Hornafjarðar 12.- 26. maí 2025.

Orri óstöðvandi og Magga Messi
Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi grunnskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi.