Upplýsingateymi

Framtíðin felur í sér tækifæri!

Veturinn 2020-2021 sameinaðist UT teymið við LTÁ teymið og munu þessi teymi framvegis starfa saman.

Upplýsingateymi hóf störf við Grunnskóla Hornafjarðar vorið 2013 en þá hófst innleiðing I-pada í kennslu. Kennarar tóku allir þátt í að innleiða nýja kennsluhætti og skipulögðu kennslu út frá því. Síðan þá hefur verið öflugt starf í UT og skólinn er nú farin að vinna með Crome tölvur og að vinna í google classroom. 

Allir nemendur skólans hafa nú netfang. Í gegnum það hafa þeir möguleika á að vinna verkefni í google - education og classroom. Kennarar hafa möguleika á að taka á móti verkefnum nemenda og skila til þeirra verkefnum í gegnum netfang þeirra en einnig í google - classroom.

Skólaárið 2013 – 2014 fólst þróunarstarf skólans í innleiðingu snjalltækja til að nota í starfi með nemendum. Kennarar fengu þá Ipada til eigin nota og 65 Ipadar voru keyptir handa nemendum.IMG_0585

Þrátt fyrir að flestum finnist nú sjálfsagt að nota Ipada með nemendum þarf áfram að huga að notkun tölvu og upplýsingatækni í skólastarfi því tæknin breytist og mikilvægt er að vera á tánum og fylgjast vel með. Google education er til að mynda eitt af því sem kennarar skólans vinna í að tileinka sér með nemendum sínum. Vistun á gögnum og vinnsla fer nú öllu jafna fram í skýjum og mikilvægt er að nemendur tileinki sér slík vinnubrögð. 

Enn hefur ekki verið ráðist í að fá spjaldtölvu á hvern nemanda en ljóst að slík umræða þarf að fara að eiga sér stað ekki síst í ljósi þess að nú eiga nemendur að taka samræmd próf á slík tæki og því gæti verið mikilvægt fyrir þau að temja sér meiri notkun á þeim s.s. í lestri og stærðfræði.

Á heimasíðu skólans má lesa nánar um þessi fyrstu skref sem tekin voru í snjalltækja væðingu skólans, sjá nánar hér á bls. 10

Fundargerðir

1. fundur UT 2019 - 2020

2. fundur UT 2019 - 2020

Þróunaráætlun fyrir UT 2019 - 2020
Þróunaráætlun fyrir UT 2018 - 2019