Verk og þróunaráætlun

Verk- og þróunaráætlun skólans nær til tveggja til þriggja ára í senn og er hana að finna hér.

Leið til árangurs

Haustið 2014 hófst markviss vinna við að bæta árangur í lestri og stærðfræði við Grunnskóla Hornafjarðar. Verkefnið er langtímaverkefni og markmiðið að bæta árangur nemenda í samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk.  

Verkferlar voru mótaðir og fyrirmynd að vinnunni sótt á Reykjanesið þar sem árangur nemenda hefur batnað umtalsvert í kjölfar breyttra vinnubragða.

Unnið er eftir sérstökum áætlunum í lestri og stærfræði og sérstök áhersla lögð á að móta viðbrögð þegar nemendur ná ekki þeim árangri sem búist var við af þeim.

Vorið 2018 komu út  drög að Læsisstefnu Grunnskólans .

Sérstök áhersla er lög á gott samstarf við foreldra í Leið til árangurs og lögð áhersla á að virkja þá sem mest í lestrarþjálfun og í þjálfun í grunnatriðum stærðfræði. 

Snjalltæki í skólastarfi

Skólaárið 2013 – 2014 fólst þróunarstarf skólans í innleiðingu snjalltækja til að nota í starfi með nemendum. Kennarar fengu þá Ipada til eigin nota og 65 Ipadar voru keyptir handa nemendum. 

Þrátt fyrir að flestum finnist nú sjálfsagt að nota Ipada með nemendum þarf áfram að huga að notkun tölvu og upplýsingatækni í skólastarfi því tæknin breytist og mikilvægt er að vera á tánum og fylgjast vel með. Google education er til að mynda eitt af því sem kennarar skólans vinna í að tileinka sér með nemendum sínum. Vistun á gögnum og vinnsla fer nú öllu jafn

a fram í skýjum og mikilvægt er að nemendur tileinki sér slík vinnubrögð. 

Enn hefur ekki verið ráðist í að fá spjaldtölvu á hvern nemanda en ljóst að slík umræða þarf að fara að eiga sér stað ekki síst í ljósi þess að nú eiga nemendur að taka samræmd próf á slík tæki og því gæti verið mikilvægt fyrir þau að temja sér meiri notkun á þeim s.s. í lestri og stærðfræði. 

Á heimasíðu skólans má lesa nánar um þessi fyrstu skref sem tekin voru í snjalltækja væðingu skólans, sjá nánar hér  á bls. 10 

Ný aðalnámskrá

2011 - 2012    var unnið með almennan hluta aðalnámskrárinnar og lykilhæfnina.

2012 - 2013    var áherslan á grunnþættina og sameiginlega vinnu allra skólastiga í    

                          sveitarfélaglinu, verkefnið fékk heitið Lærdómssamfélagið.

2013 - 2014    var unnið með greinasvið nýrrar námskrár.