Vikuhátíð 6. V

15. mar. 2018

Í dag sá 6. V um að halda vikuhátíð en það er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið fastur liður í skólastafinu undanfarin ár.  Þessi hefð er saman sett úr föstudagshátíðum sem haldnar voruí Nesjaskóla og skemmtunum sem haldnar voru á sal í Hafnarskóla.Þessar sýningar eru með ýmsu móti og í þetta sinn má segja að tónlist og dans hafi verið aðalþemað. Það var boðið upp á gítar spil og blásturshljóðfæri spiluðu einngi stórt hlutverk en Magni sá um að slá taktinn á hinum ýmsu ásláttarhljóðfærum.  Dans og söngur auk skemmtilegra þrauta voru á dagskrá sem þurfti að leysa.  Að ógleymdu fótboltatrixi sem Oskar sýndi við mikinn fögnuð.