Skólaþing

5. feb. 2018

5. febrúar var óvenjulegur dagur í Grunnskóla Hornafjarðar því þá var fyrsta Skólaþingið haldið. Á því gerðust nemendur í 5. - 10. bekk þingmenn og fjölluðu um málefni skólans. Þinghaldið var með þjóðfundarsniði og voru nemendur úr 5. - 10. bekk borðstjórar en unnið var í 20 hópum. Margar hugmyndir komu fram af öllum gerðum og stærðum og skiluðu hóparnir af sér til annarra hópa sem voru í sömu stofu. Eins og áður hefur komið fram er helsta markmið með skólaþingum;

·         Að efla lýðræði í skólanum og vitund nemenda um að þeir geti haft áhrif.

·         Að frá fram sjónarhorn nemenda í hinum ýmsu málaflokkum.

·         Að þjálfa nemendur í taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem skiptir þá máli í daglegu skólastarfi.

·         Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum.

Nú taka fulltrúar kennara að sér að flokka niðurstöður allra hópa og setja fram lista sem verður síðan lagður fyrir alla nemendur í 1. - 10. bekk þar sem þeir kjósa um það hvað þeim finnst mikilvægast að hafa í skólanum.