Skíðaferð hjá 8. bekk

23. mar. 2017

Árleg skíðaferð hjá 8. bekk var farin 20. – 21. mars og var skíðað í Oddskarði. Haldið var austur á mánudagsmorgni og skíðað fram eftir degi. Þá lá leiðin á Neskaupstað þar sem farið var í sund og. fl. Á þriðjudagsmorgni var Verkemenntaskóli Austurlands heimsóttur og krakkarnir fræddur um starfsemi skólans. Síðan var haldið í Oddskarð á ný og skíðað fram eftir degi í góðu færi. Það voru þreyttir en sælir unglingar sem kom til síns heima undir kvöldmat á þriðjudegi eftir vel heppnaða ferð.