Lónsöræfaferð 10. bekkjar 2016

30. sep. 2016

Þriðjudaginn 27. september fór 10. bekkur Grunnskóla Hornarfjarðar í ferð á Lónsöræfin. Við lögðum af stað á sérútbúnum jeppum en þeir tóku okkur þó ekki alla leið og við þurftum að labba í tæplega klukkutíma að skálanum. Við þurftum þó að bíða öll frekar lengi því Sæmundur var langt á eftir og okkur var ekki hleypt inn fyrr en hann var kominn. Þegar Sæmundur var loks kominn og við vorum öll búin að koma okkur vel fyrir í skálanum fóru nokkrir fullorðnir að undirbúa pylsur. Þegar við vorum búin að borða var strax farið að undirbúa næstu máltíð sem var spakk og hagetti. Næsta dag var svo gangan, við klæddum okkur öll mjög vel því það var frost yfir nóttina og kalt þegar við lögðum af stað. En þegar lagt var af stað varð öllum mjög heitt og fækkuðu fötum fljótlega. Gangan gekk mjög vel enda fengum við frábært veður og sólin skein allan tímann, við fórum lengri leiðina að Tröllakrókum og styttri leiðina til baka í skálann, útsýnið var æðislegt og við tókum fleiri þúsund myndir á leiðinni. Um kvöldið fengum við lambalæri og fengu stelpurnar að byrja að borða, strákarnir voru ekki sáttir við það. Við sungum og skemmtum okkur og fórum líka út í myrkrið í stuttar fjallgöngur með vasaljós og sumir fóru í leiki. En því miður næsta dag þurftum við strax að pakka saman og borða og taka gönguna upp Illakamb þar sem við hittum svo jeppana sem tóku okkur svo heim eftir frábæra daga með bekknum.

 Fyrir hönd 10.bekkjar

Hafdís Rut, Malín og Sebastian