Landnámið í 5. bekk

7. apr. 2017

Nemendur í 5. bekkjum hafa verið að læra um landnámið síðan um áramót og voru að klára þá vinnu. Þessi vinna endaði á sýningu þar sem krakkarnir buðu foreldrum og fleirum að hlýða á það sem þau höfðu verið að læra. Þetta eru samtals 38 krakkar sem sýndu saman og stóðu sig mjög vel. Kynnar voru þau Nína Ingibjörg og Friðrik Björn en allir komu með einum eða öðrum hætti að sýningunni.