Lambaferð í 1.bekk

15. maí 2018

Í dag, þriðjudaginn 15. maí, fór 1. EG í lambaferð. Farið var inn í Akurnes þar sem við fengum að fylgjast með og upplifa sauðburð í smá tíma. Á meðan nemendur voru í fjárhúsunum fylgdust þau með fjölmörgum ám bera og meðal annars komu þrílembingar í heiminn. Þessi ferð var áhugaverð, lærdómsrík og skemmtileg og má segja að allir nemendur hafi verið himinsælir með að fá að klappa og komast í tæri við litlu lömbin. Við þökkum Akurnesbændum kærlega fyrir að leyfa okkur að kíkja í heimsókn.