• Slide2_1541764158775

Hafnarhittingur 14. nóvember

9. nóv. 2018

Fyrsti Hafnarhittingur vetrarins verður miðvikudaginn 14. nóvember frá kl. 17:00-20:00 í Heppuskóla og Íþróttahúsinu. Hafnarhittingur er opið hús þar sem fólk getur fræðst, sinnt áhugamálum sínum, kynnst nýju fólki og haft það notalegt. Markmiðið með Hafnarhitting er að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og styrkja bæinn okkar sem okkur þykir svo vænt um. Með opnu húsi viljum við bjóða nýtt fólk velkomið í bæinn en ýta líka undir að þeir sem hafa búið hér lengi geti kynnst nýju fólki. Til að einfalda líf fólks þá er boðið upp á mat á kostnaðarverði svo fjölskyldan geti öll notið dagsins og farið svo heim í róleg heit á eftir. Öll vinna á Hafnarhitting er sjálfboðavinna og eru allir sem vilja aðstoða okkur hvattir til að gefa sig fram. Dagskráin á Hafnarhitting er á myndinni hér til hliðar.

Við hlökkum til að sjá ykkur

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar