Forvarnafræðsla

15. jan. 2019

Miðvikudaginn 9. janúar fengum við í Grunnskóla Hornafjarðar góða heimsókn þegar Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla og Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu komu til okkar. Bryndís var með fræðsluerindi fyrir nemendur í 4. - 8. bekk um netöryggi og foreldrafræðslu fyrir foreldra í 1. - 7. bekk um sama efni. Margrét Lilja var með erindi fyrir starfsmenn um Lýðheilsu barna í 8. - 10. bekk og síðan voru þær saman með fræðslu fyrir nemendur og foreldra í 8. - 10. bekk um Lýðheilsu barna. 

Þetta var virkilega áhugaverð heimsókn þar sem mörgum spurningum var velt upp og opnað á margskonar íhugunarefni fyrir foreldra og starfsmenn.