Ferð 6. bekkjar í Öræfin


17. sep. 2018

Í síðustu viku fóru nemendur í 6. bekk ásamt fylgifiskum í námsferð í Öræfi. Farið var í gönguferð upp að Svartafossi, upp á Sjónarsker, yfir sandinn að Bæjarstaðaskógi, inn í Réttargil og aftur til baka að Skaftafelli. Daginn eftir var unnið á stöðvum í Skaftafelli þar sem nemendur mældu meðal vatnshraða í læk og meðaldýpt. Lærðu að mæla hæð tjáa, mældu rústir og fóru í Selið þar sem þau fræddust um lífið þar fyrr á öldum.

Gist var í Hofgarði þar sem m.a. var haldin kvöldvaka. 

Vel heppnuð ferð í alla staði.