Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar

14. feb. 2018

Í dag fór fram bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Nemendur í 7. bekk tóku þátt í henni eins og reglur gera ráð fyrir. Fjórtán keppendur komust áfram og munu þau keppa sín á milli í Nýheimum þann 28. febrúar. Þar mun fást úr því skorið hvaða nemendur grunnskólans taki þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram á Þórberssetri þann 12. mars.

Eftirfarandi keppendur munu keppa í Nýheimum: Almar Páll Lárusson, Amylee da Silva, Aníta Rannveig Eymundsdóttir, Anna Lára Grétarsdóttir, Arnar Hrafn Óskarsson, Aron Freyr Borgarsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jakub Kamil Treder, Laufey Ósk Hafsteinsdóttir, Ólöf Auður Ingólfsdóttir, Siggerður Egla Hjaltadóttir, Sóley Dröfn Ingibjargardóttir, Stígur Aðalsteinsson og Víkingur Þorri R. Bjarnason. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í Nýheimum. Dómarar voru Zophonías Torfason, Hrafnhildur Magnúsdóttir og Margrét Jóhannesdóttir og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.