7. bekkur í First Lego League 2016

14. nóv. 2016

Nú um helgina tók 7. bekkur grunnskólans þátt í  First Lego League 2016.  Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Tveir hópar kepptu en það voru hóparnir 5+5 og 1771. Hóparnir náðu 3. og 4. sæti í þrautabrautinni auk þess sem 5+5 hópurinn fékk tilnefningar í þrjá flokka af fjórum og höfnuðu í 3. sæti í keppninni.  Þjálfarar hópanna eru Kristín Gestsdóttir og Guðjón Magnússon. Eftir keppnina skoðuðu krakkarnir þjóðminjasafnið, Hörpuna, gengu um miðborgina og skoðuðu sögusýningu í útvarpshúsinu við Efstaleyti.